Heppni og Hetjudáðir

Heppni og Hetjudáðir

Hetjurnar í Týrunni reyna að ná áttum á torginu, þar sem faðir Nuk hefur losnað úr haldi og gengur berserksgang. Þau kljást við orka og risa, en sjá að lokum dularfullan mann í frakka í húsasundi. Ívar spilar Egor, firbolg drúíða á níunda stigi. Kristín spilar Gyu, hálf-álf og útvörð á áttunda stigi og laumupúka á fyrsta stigi.Svandís spilar Nomanuk, minotaur musterisriddara Eldath á níunda stigi. Jói er leikja-, spuna-, og dýflissumeistarinn.

69 - TorgiðHlustað

10. apr 2023