Borgarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttur og Trausti Breiðfjörð Magnússon fara yfir helstu fréttir úr borginni. Teitur Atlason kemur og ræðir sorphirðu í borginni. Umræður verða síðan um stjórnmálaástandið í Reykjavík með góðum gestum. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur rýnir í nýjustu skoðanakönnun og fer yfir stöðuna ásamt Halldóri Auðar Svanssyni fyrrverandi borgarfulltrúa, Helgu Þórðardóttur varaborgarfulltrúa og Guðmundi Auðunssyni kosningastjóra sósíalista í borginni.