Í upphafi spjalla þær Andrea Helgadóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir sín á milli um það sem borið hefur á í umræðu og í borgarmálum þessa vikuna.
Andrea talar að því loknu við systkinin Nönnu Hlín Halldórsdóttur heimspeking og Bjarka Gunnar Halldórsson arkitekt um hvort og hvernig þau sjái einkenni þess að vinnuaflið sé ósýnilegt þegar horft er á samfélagið og umhverfið. Hvort einhver hluti almennings, eða einhver iðja almennings og borgarbúa hafi strokast út í íslensku borgar- eða samfélagsskipulagi. Andrea mun halda áfram að fjalla nánar um það þema í þáttunum á næstunni, við bjóðum hana velkomna í þáttargerðateymið.