Hlaðan - Hlaðvarp Bændablaðsins

Hlaðan - Hlaðvarp Bændablaðsins

Að þessu sinni ræðir Áskell Þórisson við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landverndar og Kristin H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs. Umræðuefnið er birki og söfnun birkifræs. Haustið 2020 var farið í átak til að safna birkifræi sem var dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Þessa dagana er verið að dreifa síðustu fræjunum. Næsta haust verður efnt til nýs átaks. Markmiðið er að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda er mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga. Sjá vefinn: www.birkiskogur.is

Hlaðvarp Landgræðslunnar - #8 - Söfnun birkifræsHlustað

09. jún 2021