Hlaðan - Hlaðvarp Bændablaðsins

Hlaðan - Hlaðvarp Bændablaðsins

Bruggvarpið snýr aftur.  Strákarnir setjast aftur við míkrafóninn og röfla eins og þeim einum er lagið. Í þessum þætti er farið aðeins yfir kosningarnar framundan. Höskuldur veltir því fyrir sér með hvaða leiðtoga stjórnmálaflokkanna hann myndi vilja fá sér bjór, með dyggir aðstoð Stefáns. Þá er forystuféð aðeins dregið í dilka með hvaða bjóra þeir eru paraðir við. Svo ræða þeir piltar að sjálfsögðu daginn og veginn og snerta aðeins á netverslunum. Í þessum þætti er smakkað: Garðskagi hveitibjór frá Litla brugghúsinu Grænihver Skyr Sour frá Ölverk Summer Melon frá Gæðingi Sunnan Kaldi NEIPA collab með Borg Brugghúsi Rugl frá Böl Brewing

Bruggvarpið - #17 - Kosningaviti Bruggvarpsins og netverlslanir með áfengiHlustað

17. sep 2021