Frosti Sigurjónsson er rekstrarhagfræðingur, ráðgjafi, fyrrverandi þingmaður, frumkvöðull, forstjóri, í bankaráði seðlabankans og svo mætti lengi telja.
Í þættinum ræddi Frosti um aðgerðir sem aðrar þjóðir hafa verið að beita til að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Frosti hefur verið gagnrýninn á viðbrögð og finnst að ganga megi harðar fram. Einnig ræðir Frosti um efnahagsleg áhrif, og hvernig væri hægt að koma samfélaginu í rétt far með skipulögðum hætti á skömmum tíma.
Þátturinn var tekinn upp 25 mars.
Covid-19, hvernig við stöðvum veiruna og mildum höggið