Evrópumeistaramótið í götuhlaupum fór fram í Brüssel um liðna helgi. Nokkrir af frambærilegustu hlaupurum okkar kepptu fyrir Íslands hönd í 10 km, hálfu og heilu maraþoni. Elín Edda var á meðal keppanda í maraþoni sem við förum rækilega yfir í þættinum sem og allt mulighed tengt mótinu en betri helmingur Hlaupalíf Hlaðvarp tók upptökugræjurnar með sér og átti gott spjall við nokkra keppendur íslenska landsliðsins daginn fyrir keppnisdag. Þið megið svo endilega fylgja okkur á Spotify eða Apple Podcast og setja eitt gott ,,like'' á facebook síðu Hlaupalíf Hlaðvarp :DNjótið svo endilega páskana og vonandi njótiði þess borða eitthvað gott en fyrst og fremst mikið súkkulaði! :)