Það eru tæpir þrír mánuðir í STÓRA hlaupið; Laugavegshlaupið 2025 12 júlí nk. Því fannst okkur í Hlaupalíf ekki úr vegi að fara yfir ýmis atriði tengd hlaupinu; hvernig best væri að undirbúa sig næstu vikurnar, dæmi um góðar ,,Laugavegs-æfingar'', umræður um næringu, endurheimt og andlega þáttinn eru allt umfjöllunarefni sem við fórum yfir og meira til með Elísabetu. Það þarf vart að kynna viðmælandann. Hún hefur hlaupið Laugaveginn oft. Mjög oft. Eða 15x og er einnig með sérstakt undirbúningsnámskeið hjá Náttúruhlaupum fyrir þetta fræga hlaup og er því afar fróð um þessi atriði. Enjoy!