Hoobla PodCastið

Hoobla PodCastið

Gestur þáttarins er Íris Sigtryggsdóttir, stjórnenda- og teymisþjálfari sem hjálpar leiðtogum, stjórnendum og teymum að ná árangri í lífi og starfi. Íris hefur reynslu sem stjórnandi bæði hérlendis og erlendis auk þess að hafa síðustu ár stutt við stjórnendur og teymi með stjórnenda- og markþjálfun og fræðslu í starfi sínu sem fræðslustjóri og sem sjálfstætt starfandi stjórnendaþjálfi (Executive Coach). Hún hefur margþætta reynslu, lifir lífinu lifandi, hefur frá ótalmörgu að segja úr sínum störfum og starfi sínu með stjórnendum og má alveg segja að hún hefur tekið margar óvæntar og ævintýrlegar beygjur í lífinu. Íris kemur inn á allskyns góð ráð varðandi hvernig er gott að setja teymi saman, hvað ber að huga að þegar hluti teymis starfar í fjarvinnu, fer inn á hvernig megi bæta stjórnun og þjálfun stjórnenda o.fl. o.fl. ,,Margir stjórnendur gætu orðið frábærir stjórnendur með smá stuðningi"... og ,,flestir stjórnendur vilja vera góðir stjórnendur". Íris fer yfir svo margt áhugavert í skemmtilegu spjalli. - Spotify:  https://open.spotify.com/show/717uLSl9tsa87SqRASFBTr?si=55B8zQ89Tni77_gRaURyiw - Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjKwiRDNJTd1yg44_0m8EjQ ⭐️ - Vefsíða Hoobla https://hoobla.is -Linkedin: https://www.linkedin.com/company/hoobla - Facebook https://www.facebook.com/hooblaofficial - Instagram https://www.instagram.com/hooblaoffic... -Tiktok https://https://www.tiktok.com/@hoobl...

4# - Íris Sigtryggsdóttir - Stjórnenda- og teymisþjálfiHlustað

13. okt 2021