Elvar Páll Sigurðsson, stafrænn markaðsstjóri og Vala Einarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Men&Mice settust niður í spjall með Óla Jóns. Men&Mice sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki og stofnanir sem reka flókna netinnviði. Um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá Bandaríkjunum og 29% frá Evrópu, en fyrirtækið hefur verið að leggja aukna áherslu á Evrópu og aðra markaði síðastliðina mánuði. Í hópi viðskiptavina þeirra eru fyrirtæki á borð við Microsoft, Xerox, IMF, FedEx, Unilever, Nestle og Harvard Business School. Í þessum hlaðvarpsþætti ræða þau mikilvægi samvinnu á milli sölu- og markaðssdeilar, hvernig það er að markaðssetja vöru sem er með mjög þröngan markhóp, stafræna markaðssetningu, þróun í söluaðferðum, hvað er framundan í hugbúnaðarheiminum og margt fleira.