Eva Ruza skemmtikraftur og blómakona er gestur Óla Jóns í þætti 141. Þemað í þessum þætti líkt og í undarförnum þáttum og næstu þremur er markaðssetning lítilla fyrirtækja. Lítil fyrirtæki geta verið og eru oft ein manneskja líkt og í tilfelli Evu.
Eva fór yfir það með okkur hvernig vörumerkið Eva Ruza varð til og hvernig það kom til að Eva fór að taka að sér alls konar verkefni. Við ræðum lika hvað þarf til þess að ná þessum árangri sem hún hefur náð, hvað er sérstaklega mikilvægt að hafa gott fólk í kringum sig sem styður mann í þeim verkefnum sem maður tekur sér fyrir hendur.
Það kemur örugglega ekki neinum á óvart sem þekkir eitthvað til Evu að þetta spjall er ótrúlega hresst og skemmtilegt, mikið hlegið og mikið gaman.
Hvet alla til að fylgjast með Evu hér á Instagram.