Jóns

Jóns

Í þessum þætti ræðir Óli Jóns var Baldur Rafn Gylfason hjá Bpro.is Baldur segir okkur frá því hvar hann lærði að vinna á Fellsströnd þar sem hann var vinnumaður í mörg sumur. Við fáum líka að vita hvernig það kom til að smiðssonurinn sem byrjaði að nema smíði í Iðnskólanum útskrifaðist svo af hárgreiðslubraut eða klippari eins og hann segir sjálfur úr sama skóla. Baldur segir okkur líka frá Mojo tímanum hárgreiðslustofu sem hann rak og mörgum "markaðsstöntum" sem hann og félagar hans voru með. Í dag á Baldur með eiginkonu sinni Sigrúnu Bender Bpro en á bpro.is segir um fyrirtækið; Bpro er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað af þeim hjónum Baldri Rafni Gylfasyni og Sigrúnu Bender árið 2010. Bpro er heildverslun með fagvörur fyrir hárgreiðslu- og snyrtistofur og leggjum við mikinn metnað í að bjóða einungis upp á hágæða vörur og setjum fagmennskuna í fyrsta sæti. Baldur telur sérstaklega mikilvægt að byggja upp sterk viðskiptasambönd við sýna viðskiptavini og fer yfir það í þessu viðtali hvernig og afhverju. Skemmtilegt og hressandi viðtal við Baldur svo ekki sé meira sagt.

124. Baldur Rafn GylfasonHlustað

17. feb 2021