Jóns

Jóns

Þóra Hrund er nýr framkvæmdastjóri ÍMARK, í fréttatilkynningu í Viðskiptablaðinu þann 16. september sagði; "Þóra Hrund Guðbrandsdóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi. ÍMARK eru samtök markaðsfólks á Íslandi, einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Áður starfaði Þóra Hrund sem sjálfstætt starfandi verkefnastjóri á sviðum markaðsmála, upplifunar- og viðburðahönnunar ásamt því að vera annar eigandi af útgáfufyrirtækinu MUNUM og upplifunarfyrirtækinu Já takk. Þóra Hrund er með B.S. gráðu í viðskipta- og markaðsfræðum, og er að ljúka meistaranámi í stjórnun & stefnumótun og verkefnastjórn ásamt því að vera markþjálfi." Í þessu viðtali segir Þóra okkur m.a. hvað er framundan hjá Ímark, frá fyrirækjunum hennar MUNUM og Já takk ásamt ýmsu fleiru.

113. Þóra Hrund GuðbrandsdóttirHlustað

25. nóv 2020