Í þessum þætti kom til mín hin eiturhressa Ósk Heiða Sveinsdóttir markaðsstjóri Póstsins.
Á mbl.is sagði þegar hún hóf störf þar;
"Ósk Heiða Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts og hefur hún þegar hafið störf. Síðast starfaði Ósk sem markaðsstjóri Trackwell, þar á undan var hún markaðsstóri Krónunnar og Íslandshótela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.
Ósk er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Ósk Heiða er gift Magnúsi Frey Smárasyni, rafmagnsverkfræðingi hjá Eflu og eiga þau tvö börn."