Jóns

Jóns

Birgi Jónsson þarf líklega ekki að kynna fyrir mörgum í íslensku viðskiptalífi eða fyrir þeim sem fylgjast með íslensku rokki. Birgir sem er úr Kópavoginum kallar sig Kópavogsvilling, hefur verið að tromma síðan hann man eftir sér. Birgir lærði að vera prentari á Íslandi en skellti sér svo erlendis í nám þegar hann var 22 ára og tók MBA nám í Englandi. Eftir að heim kom starfaði Birgir meðal annars hjá Össur og í því starfi flutti hann til Hong Kong. Eftir það var Birgi boðið starf hjá Iceland Express þar sem hann var með annars forstjóri. Í kjölfarið flytur Birgir sig aftur erlendis og verður forstjóri prenstmiðju í Rúmení og Búlgaríu. Birgir sem er í dag forstjóri Íslandspósts ræðir í þessu viðtali um ferilinn bæði í viðskiptum og í tónlistinni. Við ræðum að sjálfsögðu verkefnin hjá Póstinum ásamt tímanum með hljómsveitinni Dimmu. Hann segir okkur frá því hvað trommarar og góðir stjórnendur eiga sameiginlegt.

107. Birgir JónssonHlustað

14. okt 2020