Jóns

Jóns

Gréta sem ólst upp úti á landi segir það forréttindi að alast upp upp þar. Íþróttir hafa alltaf átt stóran þátt í lífi Grétu en hún á að baki glæstan feril í körfuboltanum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hún þjálfaði meistaraflokk KR og segir okkur frá því að það hafi í raun verið fyrsta alvöru stjórnunarstaðan. Bæði sem þjálfari og stjórnandi hefur Gréta lagt áherslu á að hjálpa fólki að hafa trú á sér. Gréta sem útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólinn í Hamrahlíð segist ekki hafa verið dæmigerður MHingur. Gréta lærði svo vélaverkfræði í háskóla. Meistarverkefnið hennar fjallaði svo um vöruþróun. Gréta starfaði meðal annars hjá Arionbanka í 6 ár, sem fjármálastjóri hjá Festi og svo sem framkævmdastjóri Krónunnar. Eins og áður segir lítur Gréta á sitt aðal hlutverk sem stjórnanda að hjálpa sínu fólki að vaxa. Gréta leggur einnig mikla áherslu að fyrirtæki geri allt sem þau geta til að láta gott að sér leiða og nefnir sem dæmi í umhverfsimálum og í jafnréttisbaráttu. Að allir nýti sín tækifæri eins og þær geta til góðs. Hún telur einnig mikilvægt að þora að viðurkenna mistök og það er ekkert af því ef þú lærir af þeim, allir eru mannlegir. Listin að mistakast opinn hádegisfundur sem gréta hélt í HR kemur einmitt inn á það. Við ræðum einnig um konur í stjórnum og veltum upp spurningunni, hvers vegna þær séu ekki fleiri.

101. Gréta María GrétarsdóttirHlustað

26. ágú 2020