Ásgeir hefur starfað í ferðaþjónustunni síðan 2007, fyrst í 11 ár í DMC fyrirtæki við skipulagningu hvataferða og viðburða erlendra fyrirtækja til Íslands, þareftir í 2 ár í dagsferðarfyrirtæki sem framleiddi dagsferðir í rútum frá Reykjavík og nú í 4 ár sem framkvæmdastjóri TripCreator. Ásgeir hefur jafnframt 8 ára reynslu af þróun innanhússhugbúnaðar sem notaður var í tilboðs- og leiðarlýsingargerð fyrir DMC fyrirtækið og nýtir þá reynslu í vinnu sinni hjá TripCreator.
TripCreator er sölu- og umsjónarkerfi (e. Travel Management Solution) fyrir fagaðila í ferðaþjónustunni (B2B), fyrir þá sem útbúa leiðarlýsingar fyrir sína viðskiptavini, hvort heldur endaviðskiptavini eða aðra samstarfsaðila. Í lausninni er jafnframt reikningagerðarkerfi, rekstrarkerfi, bókunarvél, utanumhald um viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila, og fleira sem leysir dagleg verkefni starfsfólks ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda.