WARNING! AÐEINS FYRIR GEGNHEILA KISS AÐDÁENDUR !!! Fimmta sólóplata Peter Criss ber heitið "One for all" og er hún að öllum líkindnum svanasöngur Kattarins hvað sólóplötur varðar. Hún kom út sumarið 2007 og geymir hún 12 lög. TÓLF! Þættinum bar skylda til að fara yfir þessa plötu og reyndist það þáttastjórnendum þrautinni þyngra svo ekki sé meira sagt. Hvað gekk Peter til með þessum gjörning eiginlega? Sjálfur stýrði hann upptökunum en með honum var algjört stórskotalið í bransanum, en enginn virðist hafa sagt neitt? Góðir hlustendur, við biðjumst afsökunnar á þessum annars áhugaverða þætti. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.