Sumarið 1982, eða á sama tíma og okkar menn í KISS stóðu í upptökum á plötunni „Creatures of the night“ gaf fyrrum trommari þeirra, sjálfur Peter Criss, út sína þriðju sólóplötu. Það má eiginlega segja að framboðið hafi alltaf verið talsvert meira en eftirspurnin þegar kemur að sólóefni frá herra Criss. Það sýndi sig ekki bara þegar sólóplöturnar fjórar frægu komu út árið 1978, heldur einnig árið 1980 þegar hann sendi frá sér tímamótaverkið „Out of control“ og við fórum yfir í þætti okkar númer 52. Peter endurnýjaði kynnin við uppáhalds upptökustjórann sinn, Vini Ponzia, sem tók auðvitað upp ´78 sólóplötuna hans og fóru upptökur nú fram í Los Angeles. Peter fékk helling af fólki með sér í lið á þessari þriðju plötu sinni, og þá bæði við spilamennskuna sem og lagasmíðarnar, meira að segja Gene samdi eitt laganna. Útkoman er........tjah... Annað hvort elskar þú þessa plötu eða bara hreint alls ekki. Hulduplatan „Let me rock you“ sem kom út þann 25.júní 1982 og er þriðja sólóplata Peter Criss er sumsé plata þessa þáttar og kíktum við félagar á hana með gagnrýnum augum....vægast sagt. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.