KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Þegar árið 1980 gekk í garð fóru okkar menn að vinna sína næstu plötu sem yrði þá fyrsta platan án allra fjögurra meðlima sveitarinnar. Þarna var Peter hættur í KISS og sló því ekki högg á plötunni og söng ekki eitt einasta lag. Meðlimir voru hér nokkuð hræddir við hvað aðdáendur myndu segja ef þeir vissu að einn af þeim væri hættur og fóru þeir því með þetta eins og mannsmorð, enginn mátti vita að fjarveru Peters. Þetta var jú í fyrsta skiptið sem mannabreytingar voru að eiga sér stað í KISS, en svo sannarlega ekki það síðasta. Anton Fig (eða Figgarinn frægi) fékk það starf að tromma plötuna en Peter var þó skráður fyrir trommuleiknum og prýddi framhlið plötunnar ásamt öðrum meðlimum sveitarinnar. Reyndar var það þó vel ljóst að endirinn var í aðsigi hjá Ace líka, en hann hékk þó aðeins lengur á vagninum. Þó kom hann ekki að öllum lögum þessarar næstu plötu þeirra og var þá restin af gítarleiknum í höndum Paul, Gene og Bob Kulick. Upptökustjórinn Vini Poncia sem þótti skila fínu starfi á plötunni Dynasty ári áður var fenginn aftur til að taka þá upp. Aftur tóku okkar menn upp plötu sem fikrast meira í átt að poppinu fremur en rokkinu en í takt við ákveðin tíðaranda þessa tíma. Að einhverjum ástæðum héldu KISS að poppið væri eitthvað sem þeir þyrftu að halla sér að á meðan bönd eins og AC/DC og Van Halen tættu í sig vinsældarlistana. Kannski voru það mikil mistök en þessi plata varð fyrsta platan síðan „Dressed to Kill“ kom út sem ekki fór í platínum-sölu, heldur náði hún „aðeins“ í gull þann 30.júlí 1980. Engu að síður þá kom þessi plata út þann 20. maí 1980 og náði hún bara í 35. sæti Billboard vinsældarlistans í Bandaríkjunum. KISS voru opinberlega ekki lengur konungar Bandaríska tónlistarmarkaðarins. Þó er það ekki þar með sagt platan Unmasked, sem hér um ræðir, hafi verið hafnað út um allan heim. Hreint alls ekki, því sem dæmi þá elskuðu Ástralskir aðdáendur hreinlega þessa plötu og var þetta sennilegast platan sem gerðu KISS endanlega að guðum þar í landi með brjálæði sem samsvaraði Bítlaæðinu. Sem dæmi varð lagið Shandi mikill hittari þar í landi á sama tíma og ekkert lag af plötunni varð að hittara í heimalandinu. Túrinn sem farið var á var fyrsti túrinn hans Eika Carr með KISS og fór hann allur fram í Evrópu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi ef frá er talið einir tónleikar í New York, sem voru þeir fyrstu á Unmasked túrnum. Í þessum þætti sem margir hafa beðið spenntir eftir kíkjum við betur á Unmasked. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

063 - ÓtroðnirHlustað

17. maí 2022