KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

KISS voru í þokkalegri lægð þarna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, þ.e áður en allt fór af stað á ný í kjölfarið á MTV Unplugged tónleikum þeirra sem fram fóru sumarið 1995. Ári fyrr, eða sumarið 1994 stóðu okkar menn í útgáfu á plötunni KISS MY ASS sem innihélt hina ýmsu KISS slagara í flutningi annara listamanna. S.s ekki mikið að frétta frá okkar mönnum hvað varðar nýtt efni, en þó voru þeir allir samt í fanta formi, veruleg synd. En þetta sama sumar var fyrrum trommari KISS og einn af stofnmeðlimum bandsins einnig í fanta formi. Sjálfur Peter Criss var búinn að setja saman afar vel spilandi band er bar nafnið CRISS. Ekki KISS, heldur CRISS! Það var svo þann 16.ágúst (á útgáfudegi þessa þáttar) sem Peterinn sendi frá sér sína fjórðu sólóplötu sem hann nefndi CAT 1. Platan flaug ekki hátt og vakti einfaldlega litla athygli. Við tökum meira að segja það djúpt í árinni og höldum því fram að margir hlustendur þáttarins hafi hreinlega ekki einu sinni hlustað á þessa plötu eða gefið henni einhvern séns að ráði........þar til nú. CAT 1 er nefnilega þrusuplata og kom hún þáttastjórnendum því sem næst í opna skjöldu. Hlustið og sannfærist um það er við tökum fyrir afmælisbarn dagsins. CAT 1 með Peter Criss síðan 16.ágúst 1994 er plata þáttarins að þessu sinni. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

067 - Forvitni drepur ekkiHlustað

16. ágú 2022