KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Við lofuðum JÓLA-SPECIAL og við stöndum við það. Og ekki bara það, við tjöldum öllu til í þetta skiptið enda komnir í hátíðarskap. Við áttum stórkostlegt spjall við hinn eina sanna Jean Beauvoir þar sem við fórum um víðan völl en þó að sjálfsögðu með áhersluna á KISS. Eins og hlustendur vita þá spilaði Jean bassann inn á nokkur lög á bæði Animalize og Asylum ásamt því að semja þau flest í slagtogi með Paul Stanley. Hver man ekki eftir lögum eins og „UH! All night“, „Thrills in the night“ eða „Who wants to be lonely“? Þeir Paul hafa verið miklir vinir síðan snemma á níunda áratugnum og eru reyndar enn, og lofaði því þessi nýjasti besti vinur þáttarins að leggja inn gott orð fyrir okkur hjá herra Stanley. Jean Beauvoir var annars hrikalega hress og skemmtilegur og með húmorinn á réttum stað þannig að þátturinn ætti að vera hin besta skemmtun fyrir nördana ykkur, enda nördaskapur 2,0 hér á ferð. Njótið vel og gleðilega hátíð kæru vinir. Við þökkum fyrir hlustunina á árinu sem er að líða og að sama skapi þökkum við einnig innilega fyrir ánægjulegar samverustundir á hinum feykivinsælu LIVE upptökum okkar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

076 - Spirit of ´76Hlustað

08. des 2022