Við gerðum heiðarlega tilraun til að koma árinu 1976 fyrir í einum þætti. Það var bara ekki hægt, þannig að við skiptum upp þessu ári í tvo þætti. Seinni hlutinn er svo væntanlegur um viku síðar. Það gekk nefnilega ofboðslega mikið á hjá KISS á árinu 1976. Við erum að tala um að á árinu komu þrír túrar við sögu, tvær hljóðversplötur og ein safnplata ásamt svo mörgu öðru, en þar má nefna fyrstu Evrópuför okkar manna, brúðkaupi Ace Frehley og að ógleymdri keppni er bar heitið “The School Spirit Contest” og var í boði Mars Candy Co og ákveðinnar útvarpsstöðvar. Og hvað var að gerast upp á Íslandi á meðan öllu þessu stóð sem dæmi? Þetta allt og svo miklu meira til bæði í bland og í takt við tíðaranda þessa tíma; The Spirit Of ´76! Við tökum þetta allt fyrir hér. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.