Bob Ezrin hefur verið maðurinn á bak við tjöldin við upptökur margra sígildra platna, þar á meðal og bara svo við nefnum eitthvað þá sat hann við mixerinn og stýrði REC takkanum þegar plöturnar „Billion Dollar Babies“ með Alice Cooper, „The Wall“ með Pink Floyd og auðvitað „Destroyer“ með KISS voru hljóðritaðar. Ferill hans er ótrúlega fjölbreyttur og spannar allt frá Andrea Bocelli til Deftones, í gegnum Deep Purple, Peter Gabriel, Rod Stewart og Lou Reed svo eitthvað sé nefnt. Þá er Ezrin mikill mannvinur og hefur beitt sér mikið í gegnum tíðina fyrir ýmislegu góðgerðastarfi víðs vegar um heiminn. Bob Ezrin heitir fullu nafni Robert Allan Ezrin og fæddist í Toronto, Kanada þann 25.mars 1949, hann er því nokkuð nýorðinn 73 ára og því ætlum við að fagna hér. Hins vegar spannar hinn fjölbreytti ferill hans yfir 50 ár og í þessum þætti kíkjum við s.s aðeins á það sem hann hefur brallað í gegnum árin og af nógu er að taka þar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.