KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Seinni hluti þessa stóra og mikilvæga árs í KISSÖGUNNI, 1976. Okkar menn halda áfram túrnum sem nú breyttist í "Spirit of ´76 tour". Þeir drita frá sér smáskífum og fara í Star Theatre ásamt Eddie "effing" Kramer til að taka upp næstu plötu. Vélin er farin af stað og verður að fá olíu. Endalausa olíu. "KISS: The Originals" kemur út á fæðingardegi Forseta vors, þeir koma fram í hinum fræga "Paul Lynde Halloween Special", Ace Frehley fær raflost á sviði og spilað er á sögufrægum og einkar vel heppnuðum tónleikum bæði á Anaheim Stadium sem og á Roosevelt Stadium svona svo eitthvað sé nefnt. Beth slær í gegn eftir óvænt útspil útvarpsstöðvar nokkurrar í Kanada og Peter er þá skyndilega orðinn aðal kallinn. Svo fer jólamyndatakan í hundana sökum ástands Ace Frehley sem var í afar sérkennilegu jólaskapi þegar hún fór fram. Á sama tíma fagnar Tommy Thayer sínu 16 ára afmæli og Bubbi Morthens kemur fram opinberlega á tónleikum í fyrsta skiptið hér upp á Ísa-landi. Þetta og svo margt og mikið meira í þessum seinni hluta yfirferðar okkar um KISS-árið 1976. Endilega munið að gefa þættinum svo stjörnur í spilaranum sem notaður er við hlustun og þá minnum við á umræðuhóp þáttarins á Facebook. (KISS ARMY ICELAND hlaðvarpið - Umræðuhópur.) Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

085 - Vasaprentari (1976 - seinni hluti)Hlustað

04. okt 2023