Jóla-Special í ár er ansi stór biti krakkar mínir. Einkaviðtal við sjálfan Desmond Child. Allir KISS aðdáendur þekkja þetta nafn. Hann samdi "I was made for loving you" með Paul, hann samdi "Heaven´s on fire" með Paul og sirka 14 lög í viðbót. Svo auðvitað samdi hann "Poison" með Alice Cooper og reyndar stjórnaði hann upptökum á plötunni hans "Trash" líka og samdi fleiri lög á einmitt þeirri plötu. En þetta er ekki allt. Hann samdi líka "You give love a bad name" og "Livin´ on a prayer" ásamt fleirum til með Jon Bon Jovi og svo auðvitað "Livin la vida loca" fyrir Ricky Martin, sælla minninga. En svo bara svo miklu, miklu meira, enda er hann í Songwriters Hall Of Fame sem og Grammy verðlaunahafi. Hér er Desmond Child fyrir hlustendur KISS ARMY ICELAND PODCAST, ásamt svo óvæntum glaðningi frá tæknimanninum og reyndar miklu meira stöffi. Gleðileg jól ! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.