KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Í janúar 1979 eða um fjórum mánuðum eftir útkomu þeirra margumtöluðu sólóplatna í september 1978, hentu KISS sér aftur í stúdíóið til að hefja upptökur á sinni sjöundu hljóðversplötu. Sú plata átti að marka „ENDURKOMU KISS“ eða „THE RETURN OF KISS“ enda hafði ekki komið breiðskífa frá bandinu sem slíku síðan Love Gun kom út árið 1977. KISS áttu hér í alvarlegum vandræðum með Peter Criss en til að reyna að létta lundina hjá trommaranum sínum og jafnvel freista þess að heyra hann ekki hóta því að hætta í hljómsveitinni, réðu þeir Vini Poncia sem upptökustjóra í þetta skiptið, það var jú hann sem stýrði upptökunum á hinni frægu sólóplötu Peters þarna ári fyrr. Gene, Paul og Ace héldu að þar með væru þeir að gera hlutina eitthvað auðveldari...en svo var bara alls ekki! Blessaður kallinn. Ace hins vegar var fullur sjálfstrausts þegar hér er komið sögu. Gene og Paul voru líka meðvitaðir um að Ásinn væri í einhverskonar uppáhaldi meðal KISS aðdáenda og því létu þeir honum eftir ekki bara 1, og ekki 2, heldur 3 lög til að syngja á plötunni. Hallelujah! Í þessum þætti kíkjum við nánar á plötuna DYNASTY sem kom út í mai árið 1979. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

056 - Boðberi sannleikansHlustað

25. mar 2022