KISS fóru í hljóðverið enn á ný í lok árs 1995 til að hljóðrita sína næstu plötu sem yrði sú 17. í röðinni, og stóðu þær upptökur fram í febrúar 1996. Gene vildi að allar KISS reglurnar yrðu brotnar í þessum upptökum í tilraun bandsins til að gera þá meira „current“ en eins og við vitum var þessi áratugur ekki sá sverasti hjá okkar mönnum og voru þeir því í mikilli lægð. Paul var þó ekki eins hrifinn og sannfærður og félagi sinn Gene. Það var svo sjálfur Bob Ezrin sem mælti með upptökustjóranum Toby Wright og fengu KISS hann því til að stýra upptökunum í þetta skiptið enda þá einn fremsti upptökustjóri grugg senunnar í Bandaríkjunum og hafði hann unnið þó nokkuð með Alice in chains, en einnig Slayer og Metallica ásamt mun fleirum. En Toby var ekki alveg nýr fyrir KISS því hann aðstoðaði Ron Nevison líka við upptökur á Crazy Nights plötunni þarna nokkrum árum fyrr. Þegar platan var tilbúin var komin upp ný staða. Bandið fór lóðbeint í að gera MTV Unplugged tónleikana og Reunion túrinn fylgdi þá fast á eftir þar sem þeir Ace og Peter leystu Bruce og Eric af, og voru þeir tveir síðastnefndu því settir á ís ásamt þessari nýuppteknu plötu. Platan Carnival of souls; The Final Sessions kom svo ekki út fyrr en í lok október 1997 og þá reyndar eingöngu vegna þess að henni hafði verið lekið á hið nýja internet. Og þar sem hún var hvort sem er komin þangað var lítið annað hægt að gera en að senda hana bara frá sér svo Gene fengi aurinn sinn. Um er að ræða dekkstu og þyngstu KISS plötu allra tíma og einnig þá lengstu. Þú annað hvort elskar hana eða hatar. KISS í dropdown tjúni er ekki allra. Í þessum þætti förum við yfir þessa merkilegu plötu sem kom út þegar lestin var auðvitað farin. En ekki hvað? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.