KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Árið er 2014 og KISS eru á miðjum 40 ára afmælistúr sínum um heiminn. Tvö ár eru þarna síðan okkar menn gáfu út hljóðversplötu síðast sem einnig var mjög sennilega sú síðasta í röðinni. En gítarguðinn Ace Frehley var hins vegar ekki hættur að senda frá sér nýtt efni því þetta ár sendi Space-Ace frá sér plötuna „Space Invader“. Sá gripur fagnaði svo einmmitt 8 ára afmæli sínu þann 18.ágúst s.l. „Space Invader“ inniheldur 12 lög sem öll eru eftir Ásinn fyrir utan eitt. Hann fékk með sér þá Matt Starr sem sá um trommuleik og Chris Wyse setti hann á bassann. „Space Invader“ seldist nokkuð vel og náði hún til að mynda alla leið í 9.sætið á Bandaríska Billboard listanum sem verður að teljast ansi vel gert. Sjálfur stýrði Ace upptökum sem fóru fram í nokkrum hljóðverum og sennilega yfir nokkuð langan tíma. Lögin eru auðvitað misgóð en sjaldan hafa „sumir“ þáttastjórnendur verið eins langt frá hvorum öðrum í stigagjöfinni sem fór fram á suðupunkti í þetta skiptið. Ace Frehley sólóplatan „Space Invader“ er plata þáttarins að þessu sinni. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

069 - Bobbari sannleikansHlustað

02. sep 2022