Þann 13.október árið 1989 aðeins 4 dögum áður en KISS gáfu út sína 15.hljóðversplötu (Hot in the shade) sendi Ace Frehley frá sér sína fjórðu sólóplötu sem var í raun sú þriðja í röðinni eftir daga hans innan KISS. Hér var okkar maður búinn að leggja Frehley´s Comet nafninu og gaf núna út undir sínu nafni og platan sem þarna kom er hin tíu laga Trouble walkin´. Platan tæmir fjöldan allan af vönduðum rokkslögurum sem flest virðast ganga vel upp. Ace ætlaði sér nefnilega að gera geggjaða rokkplötu og syngja hana líka sjálfur núna, kokhraustur með kassann fram, hökuna upp og loks með gítarinn sinn og sína sérstæðu rödd að vopni auk auðvitað síns goðsagnakennda nafns. Platan Trouble Walkin´ náði í 102 sætið á Billboard Topp 200 listanum þegar hún kom út og fékk nokkuð góða dóma og náði meira að segja að lyfta nokkrum augabrúnum einhverra gagnrýnenda. Trouble Walkin´, sem er þriðja sólóplata Ace á aðeins 2 árum er plata þáttarins þetta sinnið. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.