KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Þann 15.september árið 2009 sendi sjálfur Ace Frehley frá sér plötuna Anomaly, sem var hans fyrsta plata í 20 ár! Alveg frá því að Trouble Walkin´ kom út þarna árið 1989 var lítið að frétta nefnilega af kallinum fyrir utan að KISS komu jú auðvitað saman á ný þarna árið 1996. Eftir að því ævintýri lauk þurfti Ásinn aldeilis að taka á honum stóra sínum og kannski aðeins að taka sig einnig á í neyslunni (þ.e EKKI neyslunni) og koma lífi sínu í réttar skorður. Þetta tókst okkar manni á þessu tímabili o.þ.l. tókst honum að koma ferli sínum á réttan kjöl. Anomaly er hörku þungarokksplata en með einhverjum göllum þó, en góð er hún. Þátturinn fullyrðir að hún er betri en platan "One for all" sem Pétur henti frá sér tveimur árum fyrr. En þáttastjórnendur voru þó ekki sammála í einu og öllu og má minnast hér á að lagið sem fékk "tómt hús" frá StarPower fékk fullt hús frá Forsetanum okkar, sem er eiginlega nýjung. Anomaly er plata þessa þáttar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

073 - Viðsjárverðir tímarHlustað

30. sep 2022