Í tuttugasta og sjötta þætti af Koma svo! er rætt við Auði Axelsdóttur, iðjuþjálfa og framkvæmdastjóra Hugarafls (og einn stofnanda þess). Auður hefur unnið innan geðheilbrigðiskerfisins lengi og var ekki sátt við margt innan þess kerfis. Þegar hún og félagar hennar ræddu um hvað hægt væri að gera þá þóttu lausnirnar byltingarkenndar því þær miðuðu að því að koma fólki til bata og hjálpa því úti í samfélaginu.