Í tuttugasta og fyrsta þætti Koma svo! er rætt við Bojönu Kristínu Beisic, sem er með BS gráðu í stjórnun íþróttafélaga (Sport Administration) og knattspyrnuþjálfara, um það að flytja til Íslands og ílengjast á landinu. Draumur stúlku í Serbíu um að verða atvinnukona í knattspyrnu, viðbrögð við íþróttameiðslum og ákveðni í að láta ekkert stoppa sig.