Í tuttugasta og fimmta þætti af Koma svo! er rætt við Dröfn Vilhjálmsdóttur, geislafræðing sem tók meistaragráðu í bokasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands árið 2013 og starfar nú á skólabókasafni Seljaskóla. Dröfn er formaður Félags fagfólks á skólasöfnum og í stjórn IBBY á Íslandi sem leitast við að vekja athygli á barnabókmenntum og -menningu með hverskyns hætti.