Í þrítugasta og fyrsta þætti Koma svo! er rætt við Bergsvein Ólafsson, sem er með BSc í sálfræði og í mastersnámi í jákvæðri- og þjálfunarsálfræði, um vinnuna með fjölbreyttum einstaklingum og hópum við persónuleg, félagsleg og fagleg markmið. Hugmyndafræði hans byggir að mestu leyti á sálfræði, persónulegri reynslu og stöðugri þróun. Hvenær og af hverju byrjaði hann að velta fyrir sér persónulegum vexti? Hvað er það sem Bergsveinn elskar og gefur honum tilgang?