Í tuttugasta og áttunda þætti af Koma svo! er rætt við Júlíus Garðar Júlíusson, fæddan 2. febrúar á því herrans ári 1966. Í kínverskri stjörnuspeki kemur fram að þeir sem fæddust á þessu ári eru eldhestar eða sérstaklega orkumikið fólk. Júlli er einstakur orkubolti, andlegur með afbrigðum og lúnkinn í vefsíðugerð. Hver kannast ekki við jólavef Júlla eða kærleiksvef Júlla? Rekur Þulu veisluþjónustu ásamt eiginkonu sinni og er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla.