Í tuttugasta og níunda þætti Koma svo! er rætt við Þorbjörgu Sveinsdóttur sálfræðing, sem starfar í Barnahúsi og hefur mikla reynslu af barnaverndarmálum. Hún, ásamt Ólöfu Ástu Farestveit uppeldis- og afbrotafræðing, skrifaði bókina "Verndum þau" sem fjallar um skyldur og ábyrgð þeirra sem starfa með börnum og unglingum. Í bókinni eru lesendur upplýstir um eðli og birtingarmyndir ofbeldis og vanrækslu, ferli mála af því tagi hjá barnaverndaryfirvöldum og innan dómskerfisins.