Í tuttugasta og fjórða þætti af Koma svo! er rætt við Valgerði Halldórsdóttur, félagsráðgjafa, MA og ritstjóra vefsíðunnar stjuptengsl.is og formann Félags stjúpfjölskyldna. Valgerður hefur haldið fjölmörg erindi sem tengjast stjúptengslum, foreldrasamvinnu, og umgengni eftir skilnað m.a. fyrir skóla, foreldrafélög, félagasamtök, kirkjuna. Virðing, kurteisi og mörk eru lykilatriði í öllum samskiptum, eða hvað? Er hægt að spila Matador með Lúdó reglum?