Gestur þáttarins er Hrefna Lind Ásgeirsdóttir. Hrefna útskrifaðist úr hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 en hefur síðan bætt við sig M.Sc í Design and Digital Media frá University of Edinburgh og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hrefna hefur gengt ýmsum störfum innan upplýsingatækni m.a. sem prófari og forritari hjá Landsbankanum og Advania, var vörustjóri og framkvæmdarstjóri hjá Meniga og þróunarstjóri hjá Tempo. Fyrir tveimur árum réði hún sig sem vörustjóra hjá Stafrænt Ísland en gegnir þar nú stöðu tækni- og þróunarstjóra.
Í þættinum ræða Hildur og Hrefna meðal annars:
Hvað leiddi til þess að Hrefna valdi að fara í hugbúnaðarverkfræði og þess að hún varð fyrsta konan til að útskrifast með B.Sc. í þeirri grein frá HÍ
Framhaldsnámið í Edinborg og hvað það opnar sjóndeildarhringinn að vinna með fólki frá öllum heimshornum
Árin hjá Meniga, vöxtinn og starfsferilinn hjá fyrirtækinu
Starf vörustjórans og hvernig það hefur þróast frá því að hún tók fyrst við slíku starfi
Spennandi verkefni sem Stafrænt Ísland er að vinna að og hvernig þau eru valin
Hvað göngutúrar með hundinn eru góð leið til að næra líkama og sál
Þátturinn er í boði: Geko, Taktikal og Tern Systems
11. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, tækni- og þróunarstjóri hjá Stafrænt Ísland