Í þessum þætti bjóðum við velkomna Dröfn Guðmundsdóttur. Dröfn hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun Vertonet en með skýrri sýn í starfi sínu sem framkvæmdarstjóri mannauðs hjá einu stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins hefur Dröfn lagt sitt af mörkum við að gera tæknigeirann eftirsóknarverðari fyrir konur, fjölgað konum í tæknistörfum og stuðlað að fjölbreytileika innan geirans.
Dröfn er sálfræðingur að mennt með mastersgráðu í vinnusálfræði. Áður en hún tók við núverandi stöðu sem framkvæmdarstjóri mannauðs hjá Origo árið 2013, starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, var fræðslustjóri hjá Arion banka og starfaði sem mannauðsráðgjafi hjá Straumi fjárfestingabanka.
Í þættinum ræða Hildur og Dröfn meðal annars:
· Hvernig áhugasviðspróf beindi henni að sálfræði og síðar vinnusálfræði
· Mikilvægi þess að læra og hafa vaxandi hugarfar
· Hvernig jafnrétti er ákvörðun og hvað þau hjá Origo hafa framkvæmt í átt að því markmiði að 50% ráðninga séu konur
· Hvernig markvissar aðgerðir leiddu af sér að 37% stjórnenda innan Origo eru konur og 30% af heildar starfsmannafjölda
· Mikilvægi þess að vera stöðugt að mæla árangur og fylgja eftir stefnunni
· Tækifæri innan menntakerfisins til að undirbúa betur stelpur og stráka til starfa í kringum upplýsingatækni
· Hvað það er gefandi að fara í göngutúr með gott podcast og hlusta á áhugavert fólk
10. Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri mannauðs hjá Origo og handhafi Hvatningarverðlauna Vertonet