Í þessum þætti bjóðum við velkomna Rakel Björt Jónsdóttur, en hún hóf feril sinn sem forritari hjá Advania árið 2015 en færði sig yfir til Kolibri tveimur árum síðar. Eftir 4 ár hjá Kolibri hóf hún nýlega störf sem framendaforritari hjá GRID.
Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir greinar sem hún hefur skrifað um starfsferilinn sinn. Við ræðum m.a. innihald þeirra greina, hvernig það er að vera kona í forritun, ræðum t.d. spurninguna hvort að fleiri konur myndu tolla lengur sem forritarar ef þær væru fleiri að vinna saman, mikilvægi fyrirmynda, loddaraheilkennið, jafnvægi einkalífs og vinnu, starfsauglýsingar, fjölbreytileika og margt fleira.
Þátturinn er í boði Geko - Specialists in Innovation Talent
3. Rakel Björt Jónsdóttir, framendaforritari hjá GRID