Í þessum þætti bjóðum við velkomna Díönu Dögg Víglundsdóttur. Díana hefur starfað í vefgeiranum frá árinu 2008 þegar hún tók við starfi vefstjóra Háskóla Íslands. Síðastliðin þrjú ár hefur hún starfað sem Product Owner hjá Arion banka en réði sig nýlega í starf vörustjóra stafrænna dreifileiða hjá Sýn.
Við ræðum um ferilinn frá því að hún lauk mastersnámi í fjölmiðlafræði og hvernig það þróaðist að Díana fór að vinna í kringum upplýsingatækni og vefþróun. Einnig ræðum við um starf vefstjóra og hvernig það starfsheiti er að þróast og mikilvægi þess að eiga gott tengslanet og sækja sér styrk meðal jafningja.
Þátturinn er í boði Geko – Innovation and Talent
2. Díana Dögg Víglundsdóttir, vörustjóri stafrænna dreifileiða hjá Sýn