Í þessum þætti bjóðum við velkomna Freyju Þórarinsdóttur. Freyja er stofnandi og framkvæmdarstjóri GemmaQ en fyrirtækið hefur þróað hugbúnaðarlausn sem gerir notendum, fjárfestum og fyrirtækjum mögulegt að nálgast rauntíma upplýsingar um kynjahlutföll í leiðtogastöðum á mörkuðum og fjárfesta þannig beint í jafnrétti kynjanna.
Freyja, sem er lögfræðingur (hagfræðingur og stjórnmálafræðingur) að mennt starfaði áður en kom að stofnun GemmaQ í fjármálageiranum, m.a. hjá eignastýringu Bank of America, Merrill Lynch í Seattle, og hjá Seðlabanka Íslands í 5 ár, síðast sem forstöðumaður í gjaldeyriseftirliti bankans. Freyja hlaut nýlega verðlaun Nordic Women in Tech í flokknum „Rising star of the Year“ en þar var hún valin úr hópi framúrskarandi kvenna sem starfa í upplýsingatækni á Norðurlöndunum.
Þátturinn er í boði Geko – Specialists in Innovation Talent
8. Freyja Þórarinsdóttir, stofnandi og CEO hjá GemmaQ