Þessi þáttur er í boði Yuzu.
Rapparinn Birnir fer yfir gamla og góða tíma í Kópavoginum og rifjar upp rappminningar í leiðinni. Hann talar um hvernig hann byrjaði að hlusta á rapp, hvernig hann byrjaði að búa til rapp, hvenær hann varð góður, hvernig hann varð betri og hvað það er sem að mögulega gerir hann góðan. Einnig talar Birnir um áfengis- og vímuefnameðferðirnar í Svíþjóð og mikilvægi edrúmennskunnar. Rapparar sem er m.a talað um eru: Gísli Pálmi, UGK, Kendrick Lamar, Drake, Wiz Khalifa, A$AP Rocky, Yung Lean og ScHoolboy Q