„Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum áttunda þætti fá gestaspyrlar þær Sandra Sif Gunnarsdóttir, starfandi deildarstjóri á Laugarás og Rannveig Þöll Þórsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun til sín Margréti Eiríksdóttur sérfræðing í geðhjúkrun. Margrét hefur yfir fjörutíu ára starfsreynslu við geðhjúkrun. Margrét hefur upplifað miklar breytingar á þjónustu og meðferð geðsjúkra á löngum starfsferli. Þegar litið er til hjúkrunar fólks sem tekst á við alvarlega geðsjúkdóma ber þar hæst aukna þekkingu á mikilvægi þess að uppfylla þjónustuþarfir og veita þjónustu og stuðning samkvæmt þörfum í nærumhverfi sjúklinga og fjölskyldna þeirra.Rætt er við Margréti um bakgrunn hennar, áherslur, ástríðu og reynslu í geðhjúkrun.
GEÐVARPIÐ - Margrét Eiríksdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun