"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Að þessu sinni er gestur þáttarins Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum og formaður Læknafélags Íslands. Steinunn ræðir heilabilun með áherslu á Alzheimer sjúkdóm. Hvermig metum við vitræna getu og hvernig greinum við heilabilun? Hver er meingerð Alzheimer sjúkdóms? Hvaða meðferðarmöguleikar eru í boði og hvað ber framtíðin í skauti sér?