Landspítali hlaðvarp

Landspítali hlaðvarp

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti leiða þær Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Hildur Jónsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum hlustendur gegnum tilfelli með klínískri rökleiðslu (e. clinical reasoning). Berglind kynnir tilfelli í nokkrum bútum og eftir hvern bút eru umræður. Sólveig, Teitur og Hildur eru blinduð á tilfellið og hjálpast að við að leysa það í rauntíma. Hlustandi getur þannig tekið þátt og spreytt sig á tilfellinu. Áhersla er lögð á að hugsa vítt, koma með mismunagreiningar og læra af ferlinu. Hvað leiðir okkur í rétta átt og hvað villir sýn? Rétt greining er afhjúpuð í lok þáttarins. Þátturinn er sá fyrsti í syrpu af klínískri rökleiðslu og byggir á raunverulegu tilfelli. Upplýsingum hefur verið breytt til að gera þær ópersónugreinanlegar og gæta trúnaðar. Fengið var leyfi sjúklings fyrir því að nota tilfellið við gerð þáttarins.Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-24

DAGÁLL LÆKNANEMANS // Klínísk rökleiðsla: Hinn mikli medisínski slappleikiHlustað

15. feb 2022