Umbótavika er haldin á Landspítala 25.–28. maí til að hvetja starfsfólk áfram í umbótastarfi og veita því innblástur um leið og sagt er með fjölbreytilegum hætti frá árangursríkum verkefnum. Þessi fjórði þáttur Umbótavarpsins fjallar um tvö umbótaverkefni. Guðbjörg Pálsdóttir sérfræðingur í hjúkrun segir frá þrýstingssáraverkefninu HAMUR og Amelia Samuel greinir frá vitundarvakningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem hefur yfirskriftina "Lyf án skaða" eða "Medication Without Harm".Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.SIMPLECASThttps://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/umbotavarp-04
UMBÓTAVARPIÐ // Guðbjörg Pálsdóttir og þrýstingssár + Amelia Samuel og Lyf án skaða (Medication Without Harm)