Landspítali hlaðvarp

Landspítali hlaðvarp

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti fer Agnar Bjarnason, smitsjúkdómalæknir á Landspítala, gaumgæfilega yfir lungnabólgu. Hvernig er lungnabólga unnin upp? Hvað er gott hrákasýni? Hver eru næstu skref ef sjúklingur svarar ekki meðferð? Allt þetta og meira til í þessum tilfellamiðaða þætti.Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-17

Dagáll læknanemans: Agnar Bjarnason smitsjúkdómalæknir um lungnabólguHlustað

18. jún 2021