"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Magnús Karl Magnússon prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum fjallar í þessum þætti um klínískar lyfjaprófanir. Í þættinum er ferill COVID bóluefna rakin frá tilraunastofunni að upphandleggjum landsmanna. Hvenær telst efni nógu öruggt til þess að hefja klínískar lyfjatilraunir í mönnum? Eru niðurstöður klínískra lyfjatilrauna yfirfæranlegar á viðkvæma hópa sem ekki tóku þátt í rannsókninni? Eru hægt að bera saman árangur bóluefna á milli rannsókna? Að lokum reiðir Magnús Karl fram glænýja tilgátu um tilurð blóðtappa af völdum adenóferjubóluefna, svo sem Janssen og Astra Zeneca. Allt þetta og meira til í þætti dagsins.Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-18
DAGÁLL LÆKNANEMANS // Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum: Klínískar lyfjaprófanir